Einn vinnufélaga minna, hvern ég nafngreini ekki, kom mér á óvart í byrjun sumars. Samræður okkar hófust svo, sem fyrir neðan er ritað:
Kauði: „Veistu hvern ég þoli ekki?“
Ég: „Nei, hvers vegna ætti ég að vita það?“
Kauði: „Ég veit það ekki, en veistu hvern ég þoli EKKI?“
Ég: „Nei.“
Kauði: „Atla Frey Steinþórsson.“
Ég: „Hvers vegna þolirðu hann ekki?“
Kauði: „Bara, hann er eitthvað svo …“
Ég: „Þekkirðu hann eitthvað?“
Kauði: „Nei.“
Ég: „Ég skil …“
Ekki veit ég hvaða horn hann ber í síðu Atla, eða hvers vegna það á að heita mér viðkomandi. Að ógleymdum fáránleika þess að ganga upp að nánast bláókunnugum manni og segjast ekki þola annan mann, sem maður svo þekkir jafnvel verr.