Ég hafði lofað sjálfum mér því að blogga aldrei um tölvuleiki, enda með eindæmum hallærislegt. En Doom III stendur öllum mínum vonum framar, og þá er mikið sagt, enda er ég sérfróður um allt sem viðkemur Doomseríunni. Ég er ekki frá því að ég sé að nálgast taugaveiklun, svo hryllilegur er leikurinn.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 10. ágúst, 2004 – 23:20
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Það er erfitt líf og ekki á færi allra að vera „Blöggur“!
Categories: Uncategorized
- Published:
- 10. ágúst, 2004 – 00:18
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ekki veit ég með þetta, enda eru Vinstri-grænir sósíalistar og kalla sig engu öðru nafni. Sumir kalla sig raunar komma, en það gerir þorri íslenskra vinstrimanna aftur á móti ekki. Alltént ekki svo ég viti til.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 10. ágúst, 2004 – 00:14
- Author:
- By Arngrímur Vídalín