Ég þoli ekki sumartímann. Hvert vor fyllist ég væntingum til sumarsins – haldandi að ég muni geta gert margt sem ég ekki gat sökum skólans – fullur tilhlökkunar til allra partýanna, ferðalaganna og kaffihúsaferðanna í góða veðrinu. Allt er þetta kjaftæði og yfirleitt gengur ekkert af þessu eftir. Mér til mikillar gleði, lauk sumrinu í dag er ég sagði upp vinnunni á Borgarspítalanum. Þangað sný ég aldrei aftur.
Á eftir fer ég til hárskerðis. Mun ég þar láta fax mitt.
Á morgun held ég til föðurhúsa, en þar hef ég eigi verið um nokkurt skeið.
Um helgina vinn ég í Ikea. Þar er alltént skárra að vera en á þessum ansvítans spítala.
Eftir helgi byrjar skólinn og þar með líf mitt á ný.