Bróðir minn birtir niðurstöður skoðanakannanar á blogginu sínu og eru svarendur þar taldir 52. Þetta þykja mér tíðindi, enda þekkir bróðir minn ekki svo marga og enn færrri lesa bloggið hans.
Við Binni vorum samferða upp í þjóðskrá eftir skóla og skráðum okkur úr þjóðkirkjunni, því helvítis bákni. Löngu orðið tímabært að ég léti verða af þessu, enda væri það hræsni af mér að vera í klúbbi sem ég hef hatast við frá fornri tíð. Auk þess er peningnum betur varið uppi í Háskóla.