Ég hef óskað eftir að fá að taka stöðupróf í ensku. Mun það til komið vegna eigin drambsemi, en ég tel mig þegar fullnuma í námsefni vetrarins og þ.a.l. ekki græða neitt á að mæta í kennslustundir. Þar að auki er vöntun bæði á kennslu og aga. Væri hinu síðarnefnda kippt í liðinn myndi hið fyrrnefnda stórbatna. En það er hægara sagt en gert.
Annars hefur kennarinn enga trú á að ég hafi þegar kunnáttu á námsefni vetrarins, þ.e. orðum á borð við electricity, monitor og baffled. Þrugl og vitleysa, ég þurfti meira að segja að leiðrétta framburð hennar á baffled! Það á ekki að henda kennara með masterspróf að nemendurnir leiðrétti hann. Það er fræðilegt sjálfsmorð.