109520157166704311

Leyfi mér að svara Bibba: Vissulega er doktorsnafnbót lögvernduð. Þ.e.a.s. að þú mátt ekki kalla þig doktor nema þú hafir í raun og veru staðist doktorspróf. Ef spurt er um mannsnafn aftur á móti horfir málið allt öðruvísi við. Fyrst sadistar í Bandaríkjunum mega nefna börnin sín Xerox (e. ljósrit), hlýtur Doctor, eða jafnvel Dr, að vera leyfilegt mannsnafn einhvers staðar. Sé raunin sú gæti það vel orðið að raunveruleika að einhver Doctor öðlaðist doktorsnafnbót og yrði þar með titlaður dr. Doctor (eða jafnvel dr. Dr!).

Það skal engan undra, þótt slík staða komi upp í nánustu framtíð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *