109535569276755372

Forðist Sundlaugaveginn fyrir alla muni! Uppsetning tveggja umferðarljósa við gatnamót Sundlaugavegar og Laugalækjar; Sundlaugavegar og Reykjavegs (með tíu metra millibili) er ávísun á umferðarteppu, og það er nákvæmlega það sem gerst hefur. Mér finnst að þetta hefði mátt leggja fyrir íbúa Laugarneshverfis áður en þetta var gert. Enda bitnar þetta aðallega á okkur sem búum hér.

Nú tala allir um þessa forsætisráðherrabók. Ekki hef ég ætlað mér að diskútéra neitt um kosti og/eða galla bókarinnar, en eitt er víst og það er að ekki ætla ég að kaupa hana. M.a.s. hægrimenn viðurkenna að bókin litist af hægristefnu en ég er þeirrar skoðunar að svona bækur ættu að vera eins hlutlausar og möguleiki er á, þó vissulega sé erfiðara að gera það en segja það.

Fór á Quizno’s. Það rignir alltaf þegar ég fer á Quizno’s, en það er alltaf þess virði, namm.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *