Keypti tvær Þórbergsbækur (Ýmislegar ritgerðir I & II), mætti á málfund um réttindi samkynhneigðra (eitthvað sem varðar okkur öll!), mætti ekki í skólann (til hvers?) og missti af forprófunum fyrir Gettu-betur. Ekki amalegur dagur að síðasta liðnum undanskildum.
Yfirlýsing Kofi Annan hefði ekki átt að koma neinum í opna skjöldu. Þvert á móti hefur afstaða hans fyrir stríðinu alltaf legið ljós fyrir auk þess að hún er sú eina rétta í þessu máli. Því fólki sem finnst fullseint í rassinn gripið hjá Annan að viðra þetta núna hefur einfaldlega ekkert hlustað á hann í aðdraganda stríðsins þegar mótmæli hans og flestra innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna stóðu sem allra hæst.
Þetta vekur mann vissulega til umhugsunar. Á myndinni má glögglega sjá embættismann þess fróma titils Serjeant at Arms, sem Atli Freyr minnist á í þessari færslu sinni. Er það eitt skemmtilegasta fyrirbæri sem ég hefi heyrt af í langan tíma.