109543112380706883

Mér heyrist af sænsku stórveldiskaupmönnunum að ætlast sé til að ég mæti til vinnu þessa fríhelgi mína. Gangi þeim vel að tjónka við manni sem ekki hefur sofið þrjár nætur í röð.

Nú, með nýjum ritstjóra af gamla skólanum hefur vefsíða Fréttablaðsins og DV (Draslblaðið vitleysa?) hrunið. Út með það nýja, inn með það gamla. Sérstaklega viðeigandi í ljósi þess að karlinn sá arna gott sem hangir á grafarbakkanum.

Siv Friðleifs vonar að draumur sinn um þjóðgarð sem spannar alla breidd Vatnajökuls frá norðurströnd til suðurs verði einn dag að veruleika. Mun hún sjálf hafa því valdið, að svo verður aldrei. Hvílíkur hræsnari.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *