Björn Freyr gerðist mér Karon í dauðlegs manns líki og ferjaði mig yfir Styx Reykjavíkurgrámósku og beljandi rigningar. Ann ég honum þakkir fyrir. Senn held ég af stað til höfuðborgar norðurlandsins, inn í þann mikla Eyjafjörð, í bæ þann er Akureyri kallask. Er það vel.