Mægður inn í Vinstri-græna?

Fyrir forvitnissakir fletti ég ýmsum þjóðfélagsþekktum einstaklingum upp í Íslendingabók. Vissi ég fyrir að ég væri skyldur Árna Þóri Sigurðssyni í annan lið, en ekki vissi ég að við Ögmundur Jónasson værum skyldir í fjórða eða að við Steingrímur J. værum skyldir í þann fimmta – hvað þá Einari Olgeirssyni í annan lið eða Brynjólfi Bjarnasyni og Svavari Gestssyni í þann sjötta. Eða þá að ég væri einnig skyldur Stefáni Pálssyni í fimmta lið, Höllu og Páli og Hilmari Hilmarssonum í þann sjötta. Og allt telst þetta innan skyldleikamarka!

Ætli ég sé mægður inn í Vinstri-græna? Hvað hefði Framsóknarmaðurinn, afi minn, sagt um það?

110001078262424523

Það er ekki að spyrja að þessum ferðamönnum. Það er heldur ekki að spyrja að þessum ofstopamönnum í Vostúni, sem rétta vildu yfir FYRRVERANDI BÍLSTJÓRA BIN LADEN! Fyrst garmurinn keyrði fyrir sjálfan djöful Bush hlýtur allt að vera leyfilegt. Þessi óskammfeilni yfirvalda þar í landi ber vitni um það sem koma skal á þessu kjörtímabili – að ógleymdum öllum þeim glæpum sem framdir voru á því síðasta.

Nei, fyrirgefið, ég hef rangt fyrir mér. Ég gerði mér ekki grein fyrir þeirri frávikshegðun sem felst í keyrslu bifreiðar. Fréttin gefur í skyn að téður bílstjóri hafi m.a.s. verið meðlimur í Al-Qaeda, án þess þó að aðgæta, að líkast til hefði hann ekki fengið vinnu hjá þeim öðruvísi, ekkert frekar en bílstjórar Bandaríkjaforseta sem verða að vera í CIA.

Enn einu sinni kemur það sjónarmið Bush-stjórnarinnar fram, að stríðsfangar Hryðjuverkastríðsins (ég sæmi það stórum upphafsstaf, enda á það heima við hliðina á öðrum hneykslum mannkynssögunnar – eins og t.d. Helförinni) séu ekki stríðfangar samkvæmt skilgreiningu. Það er þó aðeins hálfur sannleikurinn; fyrir Fasistanum eru þeir ekki menn og því má kúga þá og misþyrma eftir hentisemi. Þjóðir þeirra má einnig sprengja fjandans til og innlima í spjaldskrá hinna miklu „lýðræðisríkja“. Hver ætlar að stöðva þá?

Nei, það er gott að Vostúnsdómurinn ónýtti málið. Nógu grimmileg er staðan þegar þó einkabílstjórar séu ekki sóttir til saka.