Mægður inn í Vinstri-græna?

Fyrir forvitnissakir fletti ég ýmsum þjóðfélagsþekktum einstaklingum upp í Íslendingabók. Vissi ég fyrir að ég væri skyldur Árna Þóri Sigurðssyni í annan lið, en ekki vissi ég að við Ögmundur Jónasson værum skyldir í fjórða eða að við Steingrímur J. værum skyldir í þann fimmta – hvað þá Einari Olgeirssyni í annan lið eða Brynjólfi Bjarnasyni og Svavari Gestssyni í þann sjötta. Eða þá að ég væri einnig skyldur Stefáni Pálssyni í fimmta lið, Höllu og Páli og Hilmari Hilmarssonum í þann sjötta. Og allt telst þetta innan skyldleikamarka!

Ætli ég sé mægður inn í Vinstri-græna? Hvað hefði Framsóknarmaðurinn, afi minn, sagt um það?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *