Fláráðsháttur og slettirekuskapur

Þvílíkt eip í kvöldfréttunum! Ólafur Sigurðsson talar frá Washington fyrir framan bluescreen af bandaríska þinginu um fund Davíðs og Powell, klukkutíma eftir að hann er búinn. Og svo hafði hann ekki nokkra hugmynd um hvað hafði farið þeirra á milli, þó augljóst megi vera, að Davíð hafi tuðað um „varnarmál“ íslendinga. Ekki veit ég hvað í ósköpunum réttlætti þvílíka tíma- og peningasóun. Og sjónvarpsfólkið á fréttastofunni með hjartað í buxunum og heilann í raskatinu, eins og þessi fundur markaði einhver tímamót í sögu Íslands. Sem hann gerði ekki.

Og ekki var nú skárra þegar farið var yfir feril Condollezzu Rice fyrr í fréttunum. Það hefði mátt halda að það ætti að gera hana að utanríkisráðherra Íslands, svo ítarleg var umsögnin. Hvað varðar það mig eiginlega, að hún sé góðvinur George Bush? Ekki neitt, og þar að auki gæti mér ekki verið meira sama þótt hún ætti enga vini. Það skiptir engu máli.

UPPFÆRT
Ég sé að fleiri bloggarar eru mér sammála. Það merkilega við svona fréttaflutning er auðvitað hinn augljósi sannleikur, sem þó er aldrei sagt frá, eins og skilyrðislaus stuðningur ónefndra ríkisstjórna og fjölmiðlanna þeirra við fjöldamorðingja, svo dæmi sé tekið.

110061573117513334

Í dag er alstaðar flaggað fyrir degi íslenskrar tungu. Nema í garðinum hjá mér, sem er reginhneyksli. Þessari hússtjórn verður ekki vært að lifa nemi gjörð verði formleg yfirbót að mér viðstöddum. Í dag verða teknir allir þeir, er saurga tungu vora með slangri og þágufallssýki; þeir dregnir af hestum niður Laugaveginn og flegnir lifandi frammi fyrir fæðingarstað Halldórs Kiljan. Svo hljóðar hið guðs heilaga orð.

Ekki er nóg með að í dag sé heilagasti dagur ársins, heldur hefur einnig kyngt niður fagurtærri mjöll og myndast ný fannbreiða ofan á hinni úreldu. Það er aðeins til að undirstrika fegurðina sem felst í íslensku og hvetur menn til iðkunar þess drottins lofaða siðar, að tala rétt mál. *Dæs*.

Uppfært:
Í framhaldi af þessu verður að teljast sérlega viðeigandi að Silja hafi hlotið verðlaunin í dag, enda öndvegis íslenskumaður þar á ferð.