Daily Archives: 16. nóvember, 2004

Ekki maklegt 0

Ég er orðinn of alvarlegur bloggari. Það er ekki maklegt.

Fláráðsháttur og slettirekuskapur 0

Þvílíkt eip í kvöldfréttunum! Ólafur Sigurðsson talar frá Washington fyrir framan bluescreen af bandaríska þinginu um fund Davíðs og Powell, klukkutíma eftir að hann er búinn. Og svo hafði hann ekki nokkra hugmynd um hvað hafði farið þeirra á milli, þó augljóst megi vera, að Davíð hafi tuðað um „varnarmál“ íslendinga. Ekki veit ég hvað […]

Síðasta hálmstráið 0

Ef stríð er það sem þið viljið, hvers vegna ekki að fá það beint í æð. Enginn skal reyna að réttlæta þetta fyrir mér. Ég veit ekkert skammarlegra og viðurstyggilegra. Þetta er hryllingur.

110062490841385550 0

Helvítis eip er á athugasemdunum! Þær ýmist koma eða fara. Áðan var himininn blár en nú er hann rauður. Það sem ekki hefur breyst er að enn snjóar og börnin eru enn að bisa við snjókarlagerðina úti í garði. Sjálfur gerði ég minn fyrsta snjókarl fjórtán ára. Talandi um að hafa misst af miklu …

110062093705796604 0

Nei, það er alveg á hreinu að ég hætti ekki lífi mínu úti í þessu veðri. Nú er lag á að vinna að rigerðinni.

110061970495251769 0

Sverrir Jakobsson skrifar á Múrinn. Skyldulesning.

110061573117513334 0

Í dag er alstaðar flaggað fyrir degi íslenskrar tungu. Nema í garðinum hjá mér, sem er reginhneyksli. Þessari hússtjórn verður ekki vært að lifa nemi gjörð verði formleg yfirbót að mér viðstöddum. Í dag verða teknir allir þeir, er saurga tungu vora með slangri og þágufallssýki; þeir dregnir af hestum niður Laugaveginn og flegnir lifandi […]