110061573117513334

Í dag er alstaðar flaggað fyrir degi íslenskrar tungu. Nema í garðinum hjá mér, sem er reginhneyksli. Þessari hússtjórn verður ekki vært að lifa nemi gjörð verði formleg yfirbót að mér viðstöddum. Í dag verða teknir allir þeir, er saurga tungu vora með slangri og þágufallssýki; þeir dregnir af hestum niður Laugaveginn og flegnir lifandi frammi fyrir fæðingarstað Halldórs Kiljan. Svo hljóðar hið guðs heilaga orð.

Ekki er nóg með að í dag sé heilagasti dagur ársins, heldur hefur einnig kyngt niður fagurtærri mjöll og myndast ný fannbreiða ofan á hinni úreldu. Það er aðeins til að undirstrika fegurðina sem felst í íslensku og hvetur menn til iðkunar þess drottins lofaða siðar, að tala rétt mál. *Dæs*.

Uppfært:
Í framhaldi af þessu verður að teljast sérlega viðeigandi að Silja hafi hlotið verðlaunin í dag, enda öndvegis íslenskumaður þar á ferð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *