Ósáttur

Sögubókin mín fer ekkert sérstaklega djúpt þegar kemur að nasismanum. Raunar eru lýsingar hennar skammarlega grunnar:

„Eftir að hafa flust til Þýskalands gegndi Hitler herþjónustu í þýska hernum í heimsstyrjöldinni fyrri. Árið 1921 varð hann formaður nasistaflokksins …“

Litlu síðar er minnst á Mein Kampf, en hvorki hvar né hvenær hún er skrifuð. Hmm, kannski þegar Hitler sat í fangelsi fyrir misheppnað valdarán? Það kemur hvergi fram. Ekki fremur en þegar hann lét drepa heilt landsþing sósíalista vegna ógnarinnar sem honum stafaði af þeim. Það var eftir að hann varð formaður nasistaflokksins en áður en hann var tilnefndur kanslari. Um þetta stendur EKKERT í þeirri EINNAR BLAÐSÍÐU ferilsskrá Hitlers sem birtist í bókinni. Sveiattan!

Sovét, skipbrot og skipbrot Sovét

Þeir ákváðu vöruverð, hvað skyldi framleitt, hversu mikið o.s.frv.“ Var engin verðbólga í Sovétríkjunum? Það er ekki skrýtið að hlutirnir hafi farist fyrir, fyrst ráðamenn hunsuðu lögmál hagfræðinnar.

Árið 1936 sökk franska rannsóknarskipið „Pourquoi pas?“ með manni og mús. Þetta er ótrúlega fyndin nafngift, verð ég að segja. Íslensk skip heita öll Jómfríður eða Sæbjörg eða eitthvað álíka.

Uranus

Á ferðalagi mínu um Bloggheima rakst ég á góða leið til að muna röð bókstafa í orðinu Uranus: Unfruchtbare Referendare am Nähen überanstrengen sich. Nú er ekki séns að þið gleymið hvernig það er skrifað.

Annars er ég meira fyrir að halda grísku -os endingunni, þ.e. Uranos. Hitt er svo latneskt.

Einkunnaspá IV: Enska

Prófið hefði ekki verið miklu léttara þótt þeir hefðu gefið upp svörin. 9,5+.

Þeir hafa tekið upp á því í 10-11 að spyrja kúnnann hvort hann hafi fundið allt sem hann leitaði að (sem er sjaldnast þar sem úrvalið í 10-11 er með því slakara sem ég veit). Þegar afgreiðslumaðurinn spurði mig fór ég að hugsa hversu fyndið það væri ef ég svaraði: „Rúmlega það,“ togaði hann til mín og træði tungunni ofan í kokið á honum. Ég gerði það samt ekki.

Hvað skal barnið heita?

Nokkur góð nöfn sem gott er að hafa til hliðsjónar, þegar velja skal nafn á barn.
Karlmannsnöfn: Friðþjófur, Dufgus, Ingjaldur, Svarthöfði, Kolur, Hrútur, Lambi, Angantýr, Múspell, Hóketill, Bor, Náttfari.
Kvenmannsnöfn: Lofthæna, Melkorka, Sigyn, Gilitrutt (hví ekki?), Frigg, Busla, Hleiður, Geirhildur, Friðlaug.
Allar frekari uppástungur eru vel þegnar.