Ósáttur

Sögubókin mín fer ekkert sérstaklega djúpt þegar kemur að nasismanum. Raunar eru lýsingar hennar skammarlega grunnar:

„Eftir að hafa flust til Þýskalands gegndi Hitler herþjónustu í þýska hernum í heimsstyrjöldinni fyrri. Árið 1921 varð hann formaður nasistaflokksins …“

Litlu síðar er minnst á Mein Kampf, en hvorki hvar né hvenær hún er skrifuð. Hmm, kannski þegar Hitler sat í fangelsi fyrir misheppnað valdarán? Það kemur hvergi fram. Ekki fremur en þegar hann lét drepa heilt landsþing sósíalista vegna ógnarinnar sem honum stafaði af þeim. Það var eftir að hann varð formaður nasistaflokksins en áður en hann var tilnefndur kanslari. Um þetta stendur EKKERT í þeirri EINNAR BLAÐSÍÐU ferilsskrá Hitlers sem birtist í bókinni. Sveiattan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *