Daily Archives: 9. janúar, 2005

Til eru tvenns konar fífl 0

Ekki ber þessi vitið í trogum. Hins vegar er von á tápi og fjöri innan raða Framsóknarflokksins á næstu misserum. Þó Gestur hafi nokkuð til síns máls hef ég ekkert um svona deleríngar að segja nema: Gangi þér vel!

Húsbóndatýpan 0

Ætti ég að gerast týpan sem vaknar tveimur tímum áður en ég á að mæta til vinnu, rista mér brauð íklæddur kragamiklum slopp og drekk Earl Grey te með; reyki Sunday’s Fantasy píputóbak með Morgunblaðinu sem ég sit í húsbóndastólnum og þegar á mig er yrt hnykla ég brýnnar, tek lonníetturnar af nefinu og gef […]

Ró og næði 0

Ég skynja það æ betur með hverjum deginum hvað ró og næði eru mikilvæg lífsskilyrði. Ef ég fengi ráðið gæti ég slökkt á hljóðinu í fjölskyldunni. Þá fengi ég fyrst þá ró og næði sem ég tel mig þarfnast og eiga rétt á. Af þessum sökum sef ég æ minna á nóttunni. Það er eini […]