Daily Archives: 12. janúar, 2005

Framhald af síðustu færslu 0

Er kaffi kannski aðeins ein tegund af tei? Hvers vegna trúir fólk fremur á heilunarmátt tes en kaffis við hálsbólgu? Allt þetta og meira til í nýjustu bók okkar Páls Skúlasonar, „Pælingar 8, um frumspeki kaffis“.

Raddir og Gettu betur 0

Eftir að hafa skrifað síðustu færslu lagði ég mig. Skyndilega, fyrir svona klukkutíma, hrökk ég upp þegar hryllileg óhljóð bárust upp um gólfið hjá mér, í fyrstu aðeins barnsgrátur, en fljótlega kven- og karlmannsöskur. Skarkalinn gaf vísbendingu um að ekki aðeins væri verið að henda húsgögnum í fólk heldur væri slökkviliðið einnig á æfingu í […]

Menningarsaga og fjármál 0

Gaman er að læra um trúarbrögð súmera og babylóníumanna í menningarsögutímum hjá Brynju Valsdóttur. Ekki er jafn gaman að hafa slíkt peningavit sem ég hef. Þá er bót í máli að hálf janúarlaunin verða greidd um mánuðinn miðjan. Hland er þó skammgóður vermir því á móti kemur að afgangurinn verður ekki greiddur fyrr en í […]