Daily Archives: 15. mars, 2005

Andleysi enn á ný 0

Ég hef fundið mikla hugarfróun í að yrkja seinasta misseri og er nú haldinn djúpri og einstæðri þrá til að yrkja mér til sáluhjálpar í þunglyndisvaldandi verkefnabrjálæðinu. En þegar neyðin er stærst hefur andinn yfirgefið mig. Það eina sem situr eftir eru stikkorð. Og nú þegar ég hef ánetjast flóknari bragarháttum er of mikið fall […]

Churchill var fyndinn 0

„A preposition is something you should never end a sentence with.“ Nei, í alvöru hefur engum dottið í hug að gefa út bók með verstu bröndurum tuttugustu aldarinnar?

Játningin 0

Ég verð að játa að mér finnst gaman á skautum. Ég var meira að segja orðinn nokkuð góður, nema ég kunni aldrei að stansa. Ég hef hins vegar ekki farið á skauta síðan þeir byggðu yfir skautasvellið í Laugardalnum. Hvers vegna? Fyrir mér fólst aðalsjarminn í að njóta útiverunnar. Skautarnir voru alltaf í öðru sæti. […]

Tilvitnun dagsins 0

Eg ríð hesti hélugbarða, úrigtoppa, ills valdanda. Eldr er í endum, eitr er í miðju. Svo er um Flosa ráð sem fari kefli og svo er um Flosa ráð sem fari kefli. Ég hugsa að allir viti hvaðan þetta er tekið.