Játningin

Ég verð að játa að mér finnst gaman á skautum. Ég var meira að segja orðinn nokkuð góður, nema ég kunni aldrei að stansa. Ég hef hins vegar ekki farið á skauta síðan þeir byggðu yfir skautasvellið í Laugardalnum. Hvers vegna? Fyrir mér fólst aðalsjarminn í að njóta útiverunnar. Skautarnir voru alltaf í öðru sæti. Hvers vegna skauta ég þá ekki á tjörninni? Slys gera ekki boð á undan sér og ég er haldinn sjúklegum ótta við að falla niðrum ísinn ofan í viðurstyggilegt vatnið. Já. Svona er ég nú bara.
Leiðinleg færsla?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *