Daily Archives: 30. mars, 2005

Fargi af mér létt 0

Rannsóknarskýrslan er tilbúin, nema síðasti prófarkalestur leiði eitthvað í ljós. Æ, hvað það er nú gott að vera búinn. Það er sem þungu fargi sé af mér létt.

Tengslameðferð 0

Verðandi sálinn, hann bróðir minn, skrifar grein um attachment therapy á Vantrú, en það er aðeins ein af mörgum viðbjóðslegum kuklmeðferðum sem framkvæmdar eru í nafni sálfræðinnar. Ég mæli eindregið með því að þið lesið ykkur þetta til fróðleiks.

Lestur fræðirita 0

Lesefnið mitt í dag er þessi bók eftir Ivan Petrovich Pavlov, þá helst kaflar XX og XXI. Skoðið myndskreytingarnar. Svona eiga fræðibækur að vera! Einu sinni tók ég þessa á Íþöku. Ég var ansi fljótur að týna þræðinum. Kannski ég reyni aftur? Það er svo gaman að lesa löngu úrkulnuð fræðirit. Pavlov er öðrum þræði […]

Um svaðilfarir ins [sic] árlærða 0

Í dag gerði ek mjer ferð upp á Bibliotheca Populi eius Maxima Veritatis, hvar hábornir stúdentar rýna í forn pergamenti, þyljandi upp vísdóm millum fróðleiksþyrstra vara sinna, mælandi eingöngu sín á milli á latínu eður fornháþýzku. Þar hnussa menn yfir verkamannalatínu auvirðulegra menntskælinga, svo ek varð að fara mjer hægt eða fyrirtýna lífinu ella. Slapp […]