Aum meiðzl ins [sic] arma manns

Fyrr í dag tókzt mér að reka samskeyti herðablaðs og hverssemtekurvið uppundir bílhurð (já, uppundir!). Ég hef augljóslega hitt á taug, því hreyfigeta vinstri handleggs hefir skerzt lítið eitt og ég finn sársauka jafnt þegar ég hreyfi höndina og hreyfi hana ekki. Það er ekki skemmtilegt, en verra gæti það nú verið, t.a.m. hefði bíllinn verið úr plútoni. Nei, það er kannski ekki raunhæfur möguleiki.

Mikill var sá páfi

Ef síðasti páfi var frjálslyndur þá hlýtur íhaldssemi innan Vatíkansins að teljast til argasta fasisma. Til helstu meintu afreka Jóhannesar Páls er að hafa fellt kommúnismann með frelsun Póllands undan sömu. Ástandið í gömlu kommúnistaríkjumu er ekkert betra, heldur verra, ef eitthvað er í dag en það var þá. Einnig er talað um baráttu hans fyrir bættum kjörum þróunarlanda, þótt árangurinn hafi eitthvað látið á sér standa.

Mér finnst að fólk eigi að hætta að tilbiðja trúarleiðtoga sem einhver íkon frjálslyndis og bættari lífskjara. Þótt einstaka páfi hafi snefil af siðferðiskennd (þó hana raunar skorti í málefnum samkynhneigðra og óléttra nauðgunarfórnarlamba) þýðir það ekki að það leiði nokkuð til lykta. Auk þess getur ekkert gott komið af stofnanavæddum trúarbrögðum. Í besta falli status quo, eins og gerðist í tilfelli Jóhannesar Páls.

Og ég nenni fjandakornið ekki að rífast við trúfólk um afstöðu mína til trúarbragðanna og forystusauða þeirra. Það hefur ekkert upp á sig.

UPPFÆRT
Það er kannski rétt að taka fram að þetta er ekki atlaga gegn páfanum, heldur gegn skilyrðislausri dýrkun á honum og jafnframt öðrum forystu- og framámönnum í trúmálum. Maðurinn gerði allt hvað af hann gat til að gera hugsjónir sínar að veruleika, en það gekk ekki eftir, fremur en venjulega. Svo framlag hans til heimsbetrunar hefur ekki komið miklu til leiðar. Ekki frekar en framlag Ghandhis eða Dalai Lhama. Svo má ekki gleyma því að hann var maður og ekkert annað.

Sjálfs míns þversagnir

Litli bróðir minn þrætti eitthvað fyrir um meiningu orðsins „lestrarátak“, og taldi tíma vera kominn á Indiana Jones. Ég gerði mér lítið fyrir, ætlaði að ginna greyið í platónska gildru, og spurði pjakkinn hvort hann þekkti meiningu orðanna „lestrarátak“.
-Nei, svaraði hann, og var strax búinn að tapa.
-Lestrarátak þýðir að maður eigi að lesa meira og þyngra efni, sagði ég, svo maður verði betri að lesa. Dregur barnið ekki upp bók um bernskubrek Indiana Jones.
-Nei, þetta er of þungt!, sagði ég þá. Og þar hitti skrattinn ömmu sína.

Annars las ég mér til í Freud inni á salerni og hentaði bókin vel styrkleika hægðanna. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem ég gerist svo menntalegur að blogga um hægðir.