Sjálfs míns þversagnir

Litli bróðir minn þrætti eitthvað fyrir um meiningu orðsins „lestrarátak“, og taldi tíma vera kominn á Indiana Jones. Ég gerði mér lítið fyrir, ætlaði að ginna greyið í platónska gildru, og spurði pjakkinn hvort hann þekkti meiningu orðanna „lestrarátak“.
-Nei, svaraði hann, og var strax búinn að tapa.
-Lestrarátak þýðir að maður eigi að lesa meira og þyngra efni, sagði ég, svo maður verði betri að lesa. Dregur barnið ekki upp bók um bernskubrek Indiana Jones.
-Nei, þetta er of þungt!, sagði ég þá. Og þar hitti skrattinn ömmu sína.

Annars las ég mér til í Freud inni á salerni og hentaði bókin vel styrkleika hægðanna. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem ég gerist svo menntalegur að blogga um hægðir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *