Daily Archives: 10. apríl, 2005

Próf og krabbamein 0

Þá er að byrja að læra fyrir félagsfræðiprófið á morgun. Já, ég er svona snjall. Annars skilst mér af Séð og Heyrt að Brynjar Jón og Rannveig hafi kynnst í gegnum krabbamein. Hver segir svo að krabbamein sé ekki frábært?

Hugdetta 0

Hvenær ætli landsfundur FÍÞ verði? Mig langar nefnilega til að brenna þá inni og vega þá sem út komast með sverði mínu.

Þetta er svo fyndið 0

-Tekið af Baggalúti

Úti í hrauninu lá hann … 0

Ég er að hugsa um að kaupa mér ritsafn Jónasar á morgun. Ég var nefnilega að muna eftir dálitlu, nefnilega léttgreiðslum, þeim mikla lausnara fátækra en bókelskra námsmanna. Sjibbí!!! Af öðrum skáldum á ég Kristján Jónsson, Stephan G., Þórberg Þórðarson (þó ekki Hvíta hrafna, hvar fæ ég hana?) og Andra Snæ Magnason. Af þessum finnst […]

Einn vinnudagurinn enn 0

Í vinnunni kom maður að mér með gardínustöng og sagði: Er þetta ekki örugglega veiðistöng? Brandararnir sem ég fæ að heyra í vinnunni … Annars er fyndið að sjá viðmótsbreytingar kúnnanna gagnvart okkur gjaldkerum (gjaldtæknum jafnvel) eftir að við fengum öryggisvörð í búðina. Þeir eru mjög uggandi þegar þau mæta ísköldu augnaráði varðarins. Fólk þorir […]