Úti í hrauninu lá hann …

Ég er að hugsa um að kaupa mér ritsafn Jónasar á morgun. Ég var nefnilega að muna eftir dálitlu, nefnilega léttgreiðslum, þeim mikla lausnara fátækra en bókelskra námsmanna. Sjibbí!!!

Af öðrum skáldum á ég Kristján Jónsson, Stephan G., Þórberg Þórðarson (þó ekki Hvíta hrafna, hvar fæ ég hana?) og Andra Snæ Magnason. Af þessum finnst mér Jónas bestur og því orðið tímabært að ég eignaðist hann. Svo á ég auðvitað Eddukvæðin, raunar með óæskilegri stafsetningunni, fari það og veri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *