Ég hef ekki farið út úr húsi, því ég er bundinn fyrir framan tölvuna, en mér sýnist á öllu að veðrið sé ágætt. Mín vegna mætti sumardagurinn fyrsti samt vera 30 apríl. Þessi tímasetning er út í hött.
Umræðan um áframhaldandi R-listasamstarf hefur verið svolítið í deiglunni núna undanfarið og flestir vinstri-grænir virðast því mótfallnir. Sverrir Jakobsson skrifar mjög góða grein um tilgang R-listans og kemst að þeirri niðurstöðu að hugsanlega sé lítill tilgangur með honum. Í greininni minnist hann á ályktun okkar í stjórn RUVG. Það ætla ég að vona að hún verði hluti af stærra ferli sem endar með dauða R-listans.