Daily Archives: 22. apríl, 2005

Meira af páfa 0

Í ofanálag er mannhelvítið enn í krossafaraleik gegn hundingstyrkjum. Hann vill sumsé meina þeim aðgang að Evrópusambandinu vegna þess eins að þeir eru tyrkir. Yfirleitt er hart tekið á rasískum ummælum í heimspressunni, en það er greinilegt að tengiliður guðs og manna þarf ekki að standa neinum reikningsskil.

Páfagarður hvetur spænska embættismenn til að neita að gifta samkynhneigða 0

„Gagnrýnin kom frá Alfonso Lopez Trujillo, kardinála og formanns fjölskylduráðs Páfagarðs í viðtali í dagblaðinu Corriere della Sera. „Við getum ekki þvingað svona ranglæti upp á fólk,“ sagði hann. Sagði hann að embættismenn sem beðnir yrðu um að gefa samkynhneigða í hjónaband ættu að neita, jafnvel þótt þeir kynnu að missa starfið“. Hver andskotinn gengur […]

Der letzte Tag der Schule ist zu ende 0

Og ekki er það verra. Mínu erfiðasta skólaári til þessa fer senn að ljúka (það er ofsögum sagt að félagsfræðibraut í Menntaskólanum við Sund sé einhver hægðarleikur). Á þessu skólaári hef ég skrifað tvær efnismiklar ritgerðir, önnur 11 bls. að lengd en hin 16, og framkvæmt eina sálfræðirannsókn. Í ofanálag hef ég skilað öllum stærstu […]

Dagsverkinu lokið 0

Þá er ég búinn að prófarkalesa og leiðrétta ritgerðina. Nú er mál að sofa.

Ritgerð um Hobbitann 0

Þá hef ég loks lokið við ritgerð mína um Hobbitann. Hún heitir Hobbitinn eftir J.R.R. Tolkien, huglæg athugun og samanburður við norræn sagnaminni. Þetta er lengsta ritgerð sem ég hef skrifað til þessa. Þetta fór algjörlega úr böndunum. Ætli ég neyðist til að biðja kennarann afsökunar vegna þessa.