Der letzte Tag der Schule ist zu ende

Og ekki er það verra. Mínu erfiðasta skólaári til þessa fer senn að ljúka (það er ofsögum sagt að félagsfræðibraut í Menntaskólanum við Sund sé einhver hægðarleikur). Á þessu skólaári hef ég skrifað tvær efnismiklar ritgerðir, önnur 11 bls. að lengd en hin 16, og framkvæmt eina sálfræðirannsókn. Í ofanálag hef ég skilað öllum stærstu heimaverkefnunum og aðeins sleppt þeim úr sem ég taldi mig ekki þurfa að gera.

Ásamt þessu öllu hef ég stundað félagslífið og ýmis félagsstörf af krafti, og skrifað og gefið út ljóðabók, svo það er ekki að undra að þreytan sé að ná tökum á mér.

Á heildina litið er ég nokkuð ánægður með þennan vetur og þá kennara sem ég hef haft, þó ég hafi ekki beinlínis notið hans meðan hann varði. Á þriðjudaginn kemur svo í ljós hvort ég stenst mat, þ.e. hvort ég fái að sleppa vorprófunum. Það væri ágætt til tilbreytingar, ekki síst vegna uppsafnaðrar þreytu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *