„Hrottafengin voðaverk kommúnista á öldinni sem leið hafa algerlega farið fram hjá þorra manna“.
Ég furða mig á þessari athugasemd. Ég veit ekki betur en allir viti af þeim hörmungum sem ógnarstjórn sovétkommans leiddi yfir Evrópu. Þetta er kennt í öllum grunnskólum og menntaskólum landsins, auk þess sem áhrif kommúnismans hafa verið fastur þáttur í allri umræðu í þónokkurn tíma, alveg frá falli járntjaldsins.
Það sem mér þykir merkilegra er að sú staðreynd, að Rússland hafði meira eða minna sætt sams konar ógnarstjórnum allt frá andláti Jaroslavs hins horska árið 1054, hafi algjörlega farið fram hjá þorra manna. Í raun væri það frétt aldarinnar ef rússar fengju lýðræðislega og réttláta ríkisstjórn. Það yrði þá í fyrsta skipti í nærri þúsund ár.