Það eru ekki til sérstök hljóðtákn fyrir málhelti, einfaldlega vegna þess að hljóðfræði er ætlað að sýna hvernig hljóð hafa áhrif á merkingu tungumálsins og réttan framburð (að sjálfsögðu miðað við viðeigandi mállýskur, enda ekkert rétt eða rangt í þeim efnum – aðeins eldra og yngra. Þess vegna er það rangt hjá Bibba, að norðlenskan sé ósiður, því hún er eldri en sunnlenskan). Sjá ítarlegri umfjöllun um hljóðfræði hér.
Séu menn aftur á móti spenntir fyrir að hljóðrita málhelti má auðveldlega líkja eftir því með þeim hljóðtáknum sem þegar eru til. Ég er samt ekki maður til þess. Langt er síðan ég lærði hljóðfræði og ég hef flestu gleymt. Í fyrra vorum við snuðuð um hljóðfræðikennslu og því missti ég af góðu tækifæri til upprifjunar. Og ég er ansi hreint hræddur um að ég nenni ekki að leggja á mig frekara hljóðfræðinám fyrr en á háskólastigi.
Svo er til fólk eins og Silja Hlín, sem fær að læra hljóðfræði, og fussar (já, fussar!) yfir því. Þvílíkt og annað eins vanþakklæti. Þessi unga kynslóð, o.s.frv.