Ef einhver vill iðka þann gamla sið að gefa mér sumargjöf, þá skal það vera þetta. Er til meiri snilld?
Hattar virðast vera að komast aftur í tísku. Það veit aðeins á gott. Svo þarf aðeins að leyfa götulistamönnum að iðka listir sínar í miðbænum fyrir pening og La Belle Epoche Íslands verður að veruleika. Við verðum samt betri en frakkarnir. Við leyfum engum flugmönnum að stökkva fram af Hallgrímskirkjunni.