Kopfschmerzen

Ég hef verið með djöfullegan hausverk í allan dag. Hann er lúmskur. Alltaf þegar ég held hann farinn læðist hann aftan úr höfðinu á mér og breiðir anga sína yfir það allt svo þeir mætast í einum konsentreruðum punkti aðeins vinstra megin við mitt ennið, valdandi gífurlegum, stingandi sársauka. Ég yrði ekki hissa þótt hausinn á mér springi í blóðugum fossi vegna vel falins en ákaflega stíflandi slagæðagúlps. Með tilliti til þessa, þá hef ég það skítt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *