Hann hlýtur sjálfsagt það vafasama uppnefni „sovétkommi“. Þetta eru víst laun þeirra, sem ekki samþykkja að tilgangurinn helgi meðalið. En það var enginn að verja sovétkommann.
Kannski við ættum bara að hætta að djöflast í fólki sem fer með fleipur, því baráttan er þegar töpuð. Sannleikurinn hefur ávallt mátt sín lítils gagnvart trúnni og brjóstvit almúgans (oft nefnt heimska) hefir sigrað. Hvers vegna er mér ekki skítsama þótt vitgrannir andskotans hálfvitar(1) þvaðri eitthvert helvítis margtuggið kjaftæði og haldi sig vita allan sannleik? Hvers vegna sit ég ekki bara úti í horni og hlæ að öllum þeim sem velja verðugum málstað vafasamar baráttuaðferðir?
Það er nú það. Ef ég bara vissi það. Það sem ég hins vegar veit, er að þessi taktík hefur oft verið réttilega nefnd að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Og til hvers svosem að fella Golíat, eftir að hann er dauður? Ekki má fagna sextíu ára Evrópufriði án þess að slengja því fram hversu vondir sovétmenn voru.
Hver svosem það var sem frelsaði Evrópu undan Hitler.
Er ég nú að verja sovétófétið? Nei, fari því fjarri. Eitt er að vita hversu hræðileg kommúnistastjórnin var. Hitt er að hafa vit á því að hjakka ekki í sömu helvítis drullunni alla ævi, eins og ónefndir dómsmálaráðherrar.
Eitt að lokum: Berið saman hugmyndafræði kommúnismans og stjórnarfar kommúnista. Þið munuð sjá að þetta tvennt er merkilega ólíkt. Þetta segi ég, sem þó er ekki kommúnisti, hvað svo sem einhverjir hálfvitar kunna að kalla mig eftir lestur þennan.
Lesið svo sögu Rússlands eftir að þið hafið drullað yfir mig. Þið munuð sjá að sovétið og keisararnir voru nákvæmlega sömu helvítis harðstjórarnir.
_________________
(1): Þessu beini ég síður en svo gegn Agli Helgasyni, heldur alhæfi ég um þorra þeirra, sem þvaðra útundan sér án umhugsunar.