Þá er skólinn formlega búinn. Meðaleinkunnin (eða einkannin, eins og svo margir virðast segja núorðið, sem er fáránlegt) er nógu há til að ég geti sótt um að verða óreglulegur nemandi, m.ö.o. að mætingin skiptir ekki máli.
Rússneska verður kennd næsta vetur, svo við kommar og fasistar fögnum ákaft. Til marks um hversu mikill fasisti ég raunverulega er ætla ég að kaupa þessa bók eftir andlegan leiðtoga minn. Enda erum við það sem við lesum, eins og Vésteinn Valgarðsson, byltingarsmiður, bendir réttilega á í þessari bloggfærslu sinni.