Ég skrapp í Krónuna Norðurbrún til að berja Bjössa augum í úniformi. Áður hafði ég þá ímynd af starfsfólki Krónunnar að það væri asnalegt, en ekki lengur. Nú get ég vottað að enginn tekur sig betur út í Krónugalla en Bjössi.
Svo fékk ég bréf frá Póstinum, en hatturinn minn er lentur upp á Stórhöfða. Alveg makalaust reyndar að Pósturinn sendir mér bréfið eftir að tollafgreiðslan hefur lokað. Í bréfinu stóð þar að auki að ég þyrfti að heimila leit í pakkanum að kvittun fyrir vörunni. Í umslaginu með bréfinu fylgdi einmitt kvittunin sem Póstinn vantar. Ekki skil ég svona vinnubrögð.