Daily Archives: 24. júní, 2005

Hryllingur dagsins 0

Fæturnir eru að detta af mér. Ég er alveg sannfærður um það. Á mánudaginn ætla ég að taka því rólega, ekki gera neitt og hitta engan, helst sofa allan daginn og alla nóttina á eftir. Ekki veitir mér af því eftir komandi helgi. Það verður allt bókstaflega brjálað vegna útsölunnar.

Önnur tilkynning 0

Nei, ég tek aftur það sem ég sagði. Enginn getur nokkru við hreyft, þegar Merkilegasti og mikilvægasti bloggari Íslands er annars vegar, jafnvel þótt þeir séu frægastir og bestir. Varast ber að álíta fyrri ummæli mistök, enda gerir Merkilegasti og mikilvægasti bloggari Íslands engin mistök – til þess er hann of merkilegur. Ummælin voru til […]

Þjónusta, hermdarverk og tilkynning 0

Hún er greinilega ekki einleikin, þjónustulundin í vissum starfsmönnum vinnustaðarins. Ég vona að ég komi mér ekki upp á kant við einhvern vegna þess að ég neita að leyfa þeim að vinna ekki vinnuna sína. Þjónustustörf snúast um þjónustu, ekki um skort á henni. Annars gerði ég nokkuð ljótt eftir vinnu í dag. Ég hlýt […]