Önnur tilkynning

Nei, ég tek aftur það sem ég sagði. Enginn getur nokkru við hreyft, þegar Merkilegasti og mikilvægasti bloggari Íslands er annars vegar, jafnvel þótt þeir séu frægastir og bestir. Varast ber að álíta fyrri ummæli mistök, enda gerir Merkilegasti og mikilvægasti bloggari Íslands engin mistök – til þess er hann of merkilegur. Ummælin voru til þess gerð að leyfa pöpulnum að halda að hann ætti sér nokkra von á að blóðugt valdaskeið Merkilegasta og mikilvægasta bloggara Íslands gæti tekið enda. Þeirri von hefir hann nú tortímt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *