Daily Archives: 13. júlí, 2005

Fengsæld? 0

Ég veit ekki hvernig, en reglulega tekst mér að ramba á ýmiss konar orðabækur Íslenskar á netinu, við leit á einhverju öðru. Til dæmis fann ég þessa hér þegar ég leitaði í forvitni minni að því hvort nokkur maður hefði verið svo heppinn að heita Zóphonias Zoëga. Æ, ekki spyrja!

Rigningartónlist 0

Fyrst núna, eftir að hafa gengið í gegnum rúma viku af rigningu og dumbungsveðri, finn ég mestu rigningarplötu allra tíma: Alice með Tom Waits, sem hafði verið mér týnd í nærri ár. Ég er að hlusta á hana núna, í von um að hann rigni. Það er svo mikilvægt að hlusta á tónlist eftir veðri. […]

Málverk dagsins 0

Emil og Kári eru svo duglegir við að uppnefna mig rómantíker að mig langar til að deila með ykkur einu raunsæismálverki. Verkið heitir Żydówka z cytrynami og var málað af Pólverjanum Aleksander Gierymski árið 1881. Á íslensku gæti verkið heitið Gyðingkona með sítrónur. Smellið á myndina til að stækka hana (ath. opnast ekki í nýjum […]

112125764790585083 0

Í gegnum tíðina hefur verið vinsælt að trúa því að þeir sem framið hafa sjálfsmorð gangi aftur, án þess að nokkur hafi velt því fyrir sér, hvers vegna sjálfmorða ættu að vilja ganga aftur. Leiddist þeim lífið ekki nógu mikið til að finna sér verðugri viðfangsefni í dauðanum, en að spígspora um sama hallærisplanið, í […]