Daily Archives: 20. september, 2005

Deyr Horst, deyr Derrick, deyr Tappert ið sama 0

Þeir sem afneita sögusögnum af dauða Horst Tapperts árin 1998 og 1999 hljóta að gefast upp við að heyra af þriðja dauða Derricks. Allt er þegar þrennt er, eða hvað? Svo eru þeir sem neita því að þeir kumpánar Derrick og Klein hafi verið töff. Það er fjarri sanni og hér er jartein fyrir því.

Ojbara 0

Ég hafði ráðgert mér merkari athafnir þennan árhaustsaftan en að lesa: „Wien ist die Haupstadt von Österreich“ og „Wolfgang Amadeus Mozart wurde in Salzburg geboren“. Margt annað vildi ég heldur lesa. Til marks um það hafa mér áskotnast þrettán bækur á örfáum dögum. Græðgi mín þekkir sér engin takmörk. Líklegast enda ég eins og Galdra-Loftur. […]

Dagbækur 0

Ég hef eytt nokkrum tíma í að rýna í gamlar dagbækur. Gerði mér ekki grein fyrir því að sé bloggið talið með hef ég haldið dagbók nær óslitið í fjögur og hálft ár. Það sem lesendur þessarar vefdagbókar minnar gera sér hins vegar kannski ekki grein fyrir, er að ég hef einnig haldið persónulega dagbók […]

Veikindi og verkefni 0

Sérdeilis er ég máttvana og duglítill þessa stundina. Og verkefnin byrjuð að hlaðast upp: Þýskupróf, tvær greinar, ein vel útpæld beinagrind að stórri ritgerð, kjánalegt líkamstjáningarverkefni í félagssálfræði, hugsanlegt þýðingarverkefni o.fl. Svo ekki sé minnst á önnur aðkallandi verkefni sem hrannast hafa upp í kringum mig til enn lengri tíma. Þessi vitneskja er ekki til […]