Ojbara

Ég hafði ráðgert mér merkari athafnir þennan árhaustsaftan en að lesa: „Wien ist die Haupstadt von Österreich“ og „Wolfgang Amadeus Mozart wurde in Salzburg geboren“.

Margt annað vildi ég heldur lesa. Til marks um það hafa mér áskotnast þrettán bækur á örfáum dögum. Græðgi mín þekkir sér engin takmörk. Líklegast enda ég eins og Galdra-Loftur. Þá á ég ekki við löngun hans í Rauðskinnu, framsæringar á framliðnum byskupum, samskipti hans við djöfulinn eða girnd hans í ungar vinnukonur prestssetursins að Hólum, heldur bókasöfnunaráráttu hans, svo það sé á hreinu.

Jæa, áfram með „Österreich ist geprägt von gegensätzen“ o.s.v.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *