Það var svo stillt úti í henni Reykjavík að mér fannst ég heyra nið aldanna, í hverri liðinni hreyfingu hreyfingarlausra trjánna, í hverjum andardrætti golu sem ekki var til staðar, í hverju fölnuðu blaði birkirunnsins, í hverju horfnu spori norðurljósanna, í hverju bliki löngu dáinnar stjörnu, í glitrandi fótsporunum sem eitt sinn prýddu frostbitna stéttina, líkt og minning um löngu dáinn mann, og í köldu glotti tunglsins, sem ekki lét sjá sig.
Haustið er fagur árstími og ber minning vetursins í skauti sér. Svona til að minna á það sem koma skal. Miklar og lofaðar séu stemmningar haustsins.