Þetta finnst mér gaman að heyra. Bloggfærsla mín um vampírur í Blóðbankanum hefur sumsé borist í sjálfan Blóðbankann, starfsfólkinu greinilega til nokkurrar skemmtunar. Það útskýrir innlit fólks hingað gegnum pósthólf Landspítalans. Ég var orðinn uggandi um stund.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. september, 2005 – 18:53
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Emil hefur klukkað mig. Ég veit ekki hvort ætlast sé til þess að maður svari klukki tvisvar, en gamla klukkið var svo niðurdrepandi að mér finnst ég skyldugur til að bæta við. Og það er nú einu sinni eins og maðurinn sagði: Bloggið er sjálfhverft. Raunar er allur tjáningarmáti sjálfhverfur á sinn hátt, því með […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. september, 2005 – 18:16
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
4. Þegar ég var níu ára horfði ég á mér yngri strák kúka á loftræstistokk ofan á Klóakstöðinni við Kirkjusand svo kúkurinn þyrlaðist yfir hann allan. Ég rétt slapp undan skothríðinni og hef blessunarlega líka sloppið við öll sálræn eftirköst. 5. Ég vil alltaf hafa puttana í öllum málum og það að ég taki við […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. september, 2005 – 18:15
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég hef fengið niðurstöður greindarprófs sem lagt var fyrir mig. Er tiltölulega ánægður.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. september, 2005 – 18:05
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Já, nú er ég stoltur eigandi glæsilegs jakka sem ég keypti mér í „Herra outlet“ í Faxafeni. Sölumaðurinn var líka skemmtilegur, með málband yfir axlirnar eins og klæðskeri. Á morgun eignast ég svo glæsilegan nýjan frakka. Það verður nú munur.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. september, 2005 – 16:28
- Author:
- By Arngrímur Vídalín