Birgir Már vill nota kné í stað hné og spyr hinn arma mig álits. Kné er honum velkomið að nota og þar að auki er það svolítið retró, og allir vita að retró er töff. Hin orðskrípin sem hann telur upp eru hins vegar hinn argasti hryllingur og ræð ég honum eindregið frá því að leggja sér þau til munns, svo ég yfirfæri merkinguna.
Spurning dagsins er: Hversu slæm er sjón þess manns sem sér ekki mun á Bill Paxton og Bill Pullman? Svar: Eins slæm og sjón þess sem sér ekki muninn á mér og öskurapanum í draslhljómsveitinni sem ég nefni ekki á nafn.