Fréttablaðið ákveður að birta könnunina alls ekki. Það skýrist af því að aðferðafræði Fréttablaðsins við skoðanakannanir eru óvísindalegar, eins og þeir státuðu sig eitt sinn af, og gera þeir þá væntanlega engan mun á Sjálfstæðisflokknum með 40% fylgi í 2000 manna könnun með 73% svarhlutfalli, og á Sjálfstæðisflokknum með 40% fylgi í 20 manna könnun með 50% svarhlutfalli. Ég hef séð könnun eftir könnun sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bætt við sig fylgi og engin þeirra hefur verið marktæk hingað til, þar sem þátttaka hefur verið of lítil. Í einni könnun var sjálft úrtakið meira að segja of lítið. Þeir hjá Fréttablaðinu því kannski sannfærðir um yfirburði Sjálfstæðisflokksins, en það verð ég ekki fyrr en ég sé allar tölur.
Af ómarktækum skoðanakönnunum?
Hvers vegna kemur það mér ekki á óvart að Mogginn birtir skoðanakönnun Gallup þess efnis, að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi aukist á kostnað allra annarra, án þess að tiltaka svarhlutfall. Ég fæ ekki ímyndað mér annað en svarhlutfall sé fyrir neðan lágmark, fyrst þeir birta það ekki.