Þegar ég var í áttunda bekk var okkur gefið frjálst ritgerðarefni fyrir einhvern enskutímann. Ég man ekki hvað ég skrifaði um, sjálfsagt var það algjör snilld, en einn bekkjarfélaga minna skrifaði um þá glæpsamlega lélegu hljómsveit Limp Bizkit, líklegast til að ganga í augun á bekkjartöffurunum, því hann þótti sjálfur ekkert sérlega töff (það þótti ég raunar ekki heldur, en allt grjótkast töffaranna kom úr glerhúsi), og þar að auki var það kannski ekki besta leiðin til að ganga í augun á töffurunum að skila ritgerðinni!
En þegar við fengum ritgerðirnar til baka hafði kennarinn gefið þessum bekkjarfélaga mínum vitlaust fyrir að skrifa Bizkit. Hann veifaði hendinni til kennarans og tilkynnti henni í heyranda hljóði að svona skrifaði hljómsveitin nafn sitt. Þá mælti kennarinn þau fleygu orð: „Það verður ekkert réttara þótt einhver hljómsveit geri stafsetningarvillur!“ Og þar við sat.
En þegar við fengum ritgerðirnar til baka hafði kennarinn gefið þessum bekkjarfélaga mínum vitlaust fyrir að skrifa Bizkit. Hann veifaði hendinni til kennarans og tilkynnti henni í heyranda hljóði að svona skrifaði hljómsveitin nafn sitt. Þá mælti kennarinn þau fleygu orð: „Það verður ekkert réttara þótt einhver hljómsveit geri stafsetningarvillur!“ Og þar við sat.