Bókalistinn hefur verið uppfærður, samkvæmt ósk Þórunnar nokkurrar, svo allir auðmenn, hjálparstofnanir og aðrir prangarar mega fara yfir listann og miskunna sig yfir mig og senda mér bók eða tíu.
Bækur sem ég hef þegar keypt eru ennþá á listanum, auðkenndar með yfirstrikun, svo ég verði ekki vændur um að vilja ekki lesa hinn eða þennan höfundinn, af því einu að þeir finnist hvergi á listanum.