Hvað heitir aftur fyrirbærið þegar köngurvofur spinna þræði sína um þver og endilöng tún, og á að vera fyrir hörðum vetri? Mig minnir að það hafi endað á voð, en er ekki alveg viss. Ég finn þetta hvergi, en kunni þó orðið þegar ég var lítill. Það svekkir mig mjög að muna þetta ekki og kref lesendur mína svara.