Daily Archives: 4. nóvember, 2005

Aftanblogg 0

Það er ekki útlit fyrir að kvöldið fari í neitt vitrænt hjá mér. Nema það sé vitrænt að drekka lítra eftir lítra af grænu tei og lesa kafla eða tvo í fimm bókum á sama tíma? Nei, það er ekkert sérstaklega vitrænt. Ásgeir virðist hinsvegar hafa allt sitt á hreinu.

Þessir prófkjörsvitleysingar 0

Annan eins apakött vil ég ekki sjá í borginni! Menn sem gera málefni borgarinnar vísvitandi að sirkus með hálfvitalegum stefnumálum og einhverjum þeim fíflalegustu félagasamtökum sem um getur, enda þótt í þeim sé aðeins einn félagi, eiga ekkert erindi inn í borgarstjórn. Komist þessi maður í borgarstjórn þá hætti ég í pólitík, flyt til Fjarskanistans […]

Þrjár röklegar þversagnir 0

Heildin er meiri en summa partanna, sagði Gestalt. Heildin er minni en summa partanna, sagði Einstein. Heildin er summa partanna, segir stærðfræðin. Þessar þrjár hugmyndir stangast ekki á. Allt er þetta rétt á sinn hátt. Niðurstaða: Samhengið skiptir höfuðmáli. Alhæfingar, þótt þær séu vísindunum mikilvægar, eru hættulegar og geta heft rökræna umræðu. Verið því viss […]