Ég sá á Vísi að Stefán Jón er farinn að auglýsa framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar með heilsíðuauglýsingum í prentmiðlum. Ekki ímynda ég mér að það geri honum neitt gott. Hríðlækkar ekki alltaf fylgi Samfylkingarinnar þegar hann birtist í fjölmiðlum? Í það minnsta á ég bágt með að ímynda mér annað.
Hitt er þó aftur annað mál, að ef ég ætti að velja milli borgarstjóraefnanna Stefáns Jóns og Gísla Marteins … Nei annars, ég held ég myndi frekar flytja til Síberíu.
Flott blogg – og svo er miklu auðveldara fyrir lasna að lesa þetta en það gamla…
Nei vá!! Velkomin í MT veröldina og til lukku með nýju síðuna.
Þakka báðum. Skrýtin þessi MT veröld, eftir að hafa vanið sig á viðvaningsdraslið hjá Blogger.
Annars var ég, Harpa, að hugsa um að sverta upp nýja bloggið líka. Ég er hins vegar farinn að venjast þessu svona svo það eru litlar líkur á endurupptöku gamla litarins.
Nei, þetta mun líklegast ekki enda neitt sérlega vel, hvorugur kosturinn er góður. Síbería hljómar bara ágætlega.
Til hamingju með nýjan stað, þetta er gott krú!
Þakka.