Þá hefur mér loksins tekist að líkamlega ánetjast kaffi. Eða hvað kallar maður það þegar maður getur ekki sofið fyrir löngun i kaffi? Og það eftir að hafa slokrað niður sex eða fleiri kaffibollum yfir daginn! Mig langar ennþá í kaffi.
Í morgun vaknaði ég svo við það að ég var að reyna að senda einhverjum sms-skilaboð. Skilaboðin voru ólæsileg. Það væri gaman að vita hverjum ég ætlaði að senda skilaboðin, eða hver skilaboðin voru.